Vísitala launa hækkaði um 0,7% á milli mánaða í október og stendur hún nú í 415,7 stigum. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,9% síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Kaupmáttur launa hækkaði um 0,4% á sama tíma og stendur vísitala kaupmáttar í 110,9 stigum. Vísitalan hefur nú hækkað um 3,4% síðastliðna tólf mánuði.

Í hagtölum Hagstofunnar sem birt var í síðustu viku kemur fram að heildarlaun hafi numið 438 þúsund krónum að meðaltali í fyrra. Ætla má að þau hækki í 464 þúsund á þessu ári miðað við hækkun á launavísitölu. Það jafngildir 5,9% hækkun á ári.