Launavísitala í júní 2014 var 482,7 stig og hækkaði um 0,5% frá því í maí. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,4%, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Þá eykst kaupmáttur launa jafnframt. Vísitala kaupmáttar var 117,1 stig í júni og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur aukist um 3,1%.

Í tilkynningunni frá Hagstofunni segir að í launavísitölu júnímánaðar gæti áhrifa kjarasamninga við nokkur stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru í maí og júni 2014.