Launavísitala í október 2014 er 493,8 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,6%, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.

Kaupmáttur launa hækkaði einnig í október. Vístala kaupmáttar launa sýnir breytingu launa í samhengi við breytingar á neysluverði og því eykst almennt kaupmáttur þegar laun hækka umfram verðlag.

Vísitala kaupmáttar í október er 119,7 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Kaupmáttur launa hefur hækkað um 4,6% síðustu tólf mánuði.