*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 22. október 2014 09:29

Launavísitalan hækkar um 0,7%

Launavísitalan hefur hækkað um 6,2% síðastliðna tólf mánuði. Kaupmáttur jókst um 0,8% frá fyrri mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launavísitala í september 2014 er 490,6 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Þá jókst jafnframt kaupmáttur launa. Vísitala kaupmáttar launa í september 2014 er 119,1 stig og hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,3%.