Launavísitala í janúar er hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði og er nú 592,4 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,7%. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Þar er einnig tekið fram að síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa hækkað um 6,7%. Kaupmáttur launa í janúar 2017 er 139,2 stig og hækkaði um 0,6% milli desember og janúar.