Tólf mánaða hækkun launavísitölunnar í október nemur 11%, sem er mesta tólf mánaða hækkun vísitölunnar í átta og hálft ár, segir greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan hækkaði um 0,5% í október.

?Samningsbundnar hækkanir launa í janúar og júlí vega þyngst í hækkun vísitölunnar síðustu tólf mánuði, en um helming þeirrar hækkunar má rekja til þessara tveggja mánaða. Því til viðbótar hefur mikil spenna verið á vinnumarkaði og er atvinnuleysi nú með lægsta móti

12 mánaða verðbólga í sama mánuði mældist 7,2% og er kaupmáttaraukning tímabilsins því 3,8% miðað við hækkun launavísitölu. Tólf mánaða kaupmáttaraukning hefur vaxið jafnt og þétt úr tæpu 1% í júní í 3,8% í október,? segir greiningardeildin.