Launavísitala í ágúst 2008 er 350,4 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar segir að í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa samkomulags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var þann 9. júlí síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu hækkuðu dagvinnulaun reyndra hjúkrunarfræðinga um rúm 14% en laun nýútskrifaðra um rúm 15%.

Þá gætir einnig í hækkun vísitölunnar áhrifa samnings Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna um framlengingu og breytingar á kjarasamningi aðila, sem undirritaður var þann 28. apríl síðastliðinn. Samkvæmt samningum hækkuðu laun um 25 þúsund krónur þann 1. júlí síðastliðinn og um 9 þúsund krónur þann 1. ágúst. Einnig var svokölluðum aldursþrepum fækkað um eitt í nýrri launatöflu. Samkvæmt samningum munu laun félagsmanna hækka um 1 launaflokk, eða um það bil 2,5%,  þann 1. október næstkomandi.