Launavísitala í apríl 2008 er 340,5 stig og hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði.

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru fyrr á þessu ári.

Áhrifa samninganna gætti einnig í launavístölu marsmánaðar en þá lá fyrir að þeir kæmu ekki að fullu til framkvæmda fyrr en í apríl.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,2%.