Launavísitala í janúar 2006 er 282,8 stig og hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,3%.

Vísitala neysluverðs hefur hækkað meira, eða um 4,1%. Aftur á móti, ef húsnæðisliðurinn er tekinn úr vísitöluneysluverðs hefur hún hækkað um 1%.

Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í mars 2006 er 6186 stig.