Vísbendingar eru um að laun lækna og hjúkrunarfræðinga séu nú hærri á Íslandi en Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta kemur fram í samantekt í Morgunblaðinu í dag en í blaðinu segir að Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi yfirfarið tölurnar.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að launahækkanir í kjölfar kjarasamninga og styrking krónunnar skýri að mestu þessa þróun. Í janúar 2013 fengust 23 íslenskar krónur fyrir eina danska, en í dag er stendur hún í 19. Á sama tíma hefur sænska krónan lækkað úr 20 í 15 og sú norska úr 23,5 í tæplega 15.

Samkvæmt Morgunblaðinu eru samanlögð meðallaun lækna á Íslandi nú ríflega 1.400 þúsund krónur á mánuði eða 400 þúsund krónum hærri í Danmörku.