Embættismaður á Spáni hefur verið sektaður um 27 þúsund evrur, eða 3,8 milljónir króna eftir að upp komst að hann hefði ekki mætt til vinnu í yfir sex ár.

Upp komst um fjarveruna þegar hann átti að fá verðlaun fyrir áralanga dygga þjónustu í þágu hins opinbera. Joaquin Garcia fékk sem nemur 37 þúsund evrum fyrir skatt. Sektin nam launum hans eftir skatt, en það var hámarks sekt sem hægt var að leggja á Garcia.

Starf Garcia var að fylgjast með byggingu vatnsveitu í bænum sínum. Vatnsveitan hélt að yfirvöld ættu að fylgjast með bygginarferlinu og yfirvöld héldu að vatnsveitan átti að fylgjast með byggingunni.