*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 8. júlí 2019 10:15

Laus störf nærri tvöfalt fleiri

Á öðrum ársfjórðungi voru 6.200 laus störf á íslenskum vinnumarkaði, en á þeim fyrsta voru þau 3.500.

Ritstjórn
Starfsfólk skorti í um 6.200 störf á síðustu þremur mánuðum á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Á öðrum ársfjórðingi ársins, það er frá apríl til júní voru 6.200 laus störf á íslenskum vinnumarkaði að því er fram kemur í starfskráningu Hagstofu Íslands.

Á sama tíma voru um 226.200 störf mönnuð í landinu, og var því hlutfall lausra starfa því rétt um 2,7%, sem er nærri tvöföldun, eða rúmlega 77% hækkun frá fyrsta ársfjórðungi, þegar hlutfallið var 1,5% og störfin 3.500.

Bendir hagstofan á að líklega sé um árstíðarbundna sveiflu að ræða og skýringuna á aukningunni að leita í sumarstörfum.