Írska fjármála- og húsnæðislánafélagið Irish Nationwide Building Society (INBS) mun tilkynna eigendum sínum í næsta mánuði að ekki verði haldið áfram að reyna selja félagið í ljósi lausafjárkrísu á markaði, að því er fram kemur í frétt The Sunday Business Post.

Hugsanlegir kaupendur, líkt og Landsbanki og Kaupþing, eiga hafa fært fyrir því sem rök um lægra kaupverð, að hlutabréf í bönkum hefur fallið og erfiðara fjármögnunarumhverfi réttlæti verð sem er lægra en búist var við þegar lagt var upp með söluna.