Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hafa fundað í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samkvæmt upplýsingum VB.is er lausn ekki í sjónmáli.

„Það lofar ekki góðu. Það hreyfist lítið,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, í samtali við VB.is. Flugmenn hafa boðað vinnustöðvun klukkan sex á föstudagsmorgun og verður hún tólf klukkustunda löng samkvæmt áætlun.