Ekki liggur enn fyrir hvernig aðkoma íslensku lífeyrissjóðina verður háttað til að leysa evrópska seðlabankann í Lúxemborg (ECB) við íslensk skuldabréf sem hann tók sem veð frá viðskiptabönkunum. Viðræður við ECB eru á forræði Seðlabanka Íslands. Rætt hefur verið um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréfin með nokkrum afslætti og láti í staðinn erlendar eignir á hagstæðu gengi. Tölur hafa verið nefndar í þessu sambandi sem Viðskiptablaðið hefur ekki fengið staðfest.

Forsvarsmenn samtaka lífeyrissjóða og lífeyrissjóðanna sjálfra, sem Viðskiptablaðið ræddi við í lok vikunnar, kannast ekki við að komið sé að ákvörðun í þessu máli. Segja þeir að stjórnvöld líti á lausnina í stærra samhengi, það er hvernig þrotabú Landsbankans í Lúxemborg verður háttað. Það er í samræmi við það sem Indriði G. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrir stuttu. Sagði hann ýmis lagatæknileg atriði tefja fyrir lausn málsins.

Unnið er áfram að framgangi málsins. Málið er viðkvæmt því ljóst er að ECB mun tapa nokkrum upphæðum af viðskiptum sínum við íslensku bankanna. Eins eru fjölmargir einstaklingar, margir Íslendingar, sem þurfa að afskrifa eignir sem þeir geymdu í Landsbankanum í Lúxemborg. Að minnsta kosti eru þeir ekki bjartsýnir að endurheimta allt sem þeir áttu þar inni.