Stundum geta markaðsaðstæður orðið stórundarlegar - eins og á sér nú stað í Noregi. Þar hefur verð á 4,5 kílógramma laxi orðið hærra en heil tunna af Brent-hráolíu, mælt í norskum krónum.

Lax hefur risið upp úr öllu verði í Noregi vegna þess að framboð stendur ekki undir eftirspurn, auk þess sem norska krónan er veikari en vanalegt er.

Norska fiskveiðivefsíðan iLaks .no greindi frá þessu fyrst, en Bloomberg hefur svo tekið upp fréttina til umfjöllunar. Ljóst er að hin mikla verðlækkun hráolíu hefur talsvert meiri áhrif á olíuframleiðsluþjóðir eins og Noreg en aðrar þjóðir.