Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, meðal annars vegna aukins framboðs, segir greiningardeild Glitnis.

?Laxaverðið hefur þar með lækkað í fjórar vikur í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15% lægra í síðustu viku (36,8 NOK/kg) miðað við verðið í lok júní (43,1 NOK/kg) þegar það náði hámarki. Norðmenn eru stærstu einstöku framleiðendur á eldislaxi í heiminum og því er útflutningsverðið frá Noregi lýsandi fyrir heimsmarkaðsverð á laxi," segir greningardeildin.

Þrátt fyrir að verðlækkunina undan farin mánuð er það verðið sögulega mjög hátt, sem er hagstætt fyrir framleiðendur.

?Afkoma laxeldisfyrirtækja í Noregi hefur verið mjög góð undanfarið og benda spár til að svo verði einnig í ár. Flestar spár benda þó til þess að verðið muni gefa eftir á seinni hluta þessa árs og á næsta ári vegna aukningar í framboði. Verðlækkun á laxi undanfarið kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki," segir greiningardeildin.

Alfesca er mjög næmt fyrir verðbreytingum á laxaafurðum, en dótturfyrirtæki þess, Labeyrie, Delpierre og Vensy kaupa mikið magn af laxi og fullvinna.