Verð á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku, segir greiningardeild Glitnis.

?Laxaverðið lækkaði hratt í haust en hefur frá því í byrjun október sveiflast á nokkuð þröngu bili,? segir greiningardeildin og er það 26-29 norskar krónur á kílóið.

Meðalverð á laxi er nú 34% lægra, reiknað með verðinu sem var í  síðustu viku er það var 28,4 norskar krónur á kílóið, en í lok júní, þegar það var í hámarki, sem var 43,1 norskar krónur á kílóið.

?Verðið nú er vel ásættanlegt fyrir framleiðendur þar sem framleiðslukostnaður þeirra er nálægt 17-20 [norskum króna á kílóið],? segir greiningardeildin.

?Flestar spár gera ráð fyrir góðu framboði af laxi frá framleiðendum í ár sem ætti að öðru óbreyttu að þrýsta á verðið til lækkunar. Þó ber að taka fram að eftirspurn á mikilvægustu mörkuðum hefur verið mikil og eru horfur um áframhaldandi sterka eftirspurn,? segir greiningardeildin.

Rekstur Alfesca háður laxaverði

Laxaverð hefur mikil áhrif á rekstur Alfesca, því dótturfyrirtækin Labyrie, Delpierre og Vensy kaupa mikið af laxi, þá meðal annars frá Noregi.

?Núverandi verð er ásættanlegt fyrir Alfesca. Dótturfélög Alfesca keyptu inn mikið magn af laxi á haustmánuðum til að selja fyrir mikilvægasta sölutímabil félagsins, jólasöluna. Við spáum ágætri jólasölu og ágætum afkomubata á fjórða fjórðungi,? segir greiningardeildin.