Hlutabréf í norskum laxeldisfyrirtækjum féllu hratt í morgun eftir að norsk stjórnvöld sögðust vera að íhuga auðlindagjöld á laxeldisiðnaðinnað því er Financial Times greinir frá. Norska fjármálaráðuneytið sagðist ætla að skoða innleiðingu auðlindaskattanna árið 2020 en gáfu engar frekari upplýsingar.

Stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest lækkaði um 4,3% en önnur fyrirtæki lækkuðu meira. Salmar lækkaði um 8,8%, Grieg Seafood lækkaði um 6,3% og Leroy um 5%.

Laxeldi er önnur stærsta útflutningsgrein Noregs á eftir olíu en greinin hefur sætt gagnrýni fyrir að sinna ekki samfélagslegri ábyrgð sinni á laxeldissvæðunum sem eru að mestu staðsett í norðurhluta Noregs.