Lean Consulting AS í Noregi mun opna skrifstofu hér á landi í febrúar en fyrirtækið sérhæfir sig í innleiðingu á aðferðafræðum straumlínustjórnunar á öllum sviðum atvinnulífsins.

„Við erum leiðandi ráðgjafafyrirtæki í Noregi og sjáum mikil tækifæri hér á landi fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög að nýta þá miklu reynslu og kunnáttu sem við búum yfir og stefnum á að vera í fararbroddi í Lean á öllum Norðurlöndunum innan 3 ára,“ segir Svavar H. Viðarsson, verkferlahagfræðingur og ráðgjafi hjá Lean Consulting.

Fyrirtækið var stofnað í Noregi árið 2002 og er það með viðskiptavini eins og SAS, Skat, KPMG og fleiri. „Við munum bjóða upp á ráðgjöf við innleiðingu, fræðslu og vottun á þremur stigum, byggða á Lean vottunum frá General Electrics og Merck samkvæmt stöðlum IASSC sem er alþjóðlegur vottunaraðili í Lean Six Sigma og munum við bjóða upp á gula-, græna,- og svarta beltið í Lean.“