Hlutafé fjárfestingafélagsins Bakkastakks var aukið um hundrað milljónir króna fyrir áramót. Bakkastakkur var stofnað um fjárfestingu lífeyrissjóða og Íslandsbanka í kísilveri PCC á Bakka. Til stendur að leggja PCC á Bakka til fimm milljarða í aukið hlutafé, en það á að mestu að koma frá þýsku móðurfélagi PCC, sem á 86,5% hlut í félaginu á móti 13,5% hlut Bakkastakks.

Sjá einnig: Þjóðverjar leggi 5 milljarða í PCC

Til skoðunar hefur verið að gera skilmálabreytingar á 62 milljóna dollara láni Bakkastakks til PCC en . Sigtryggur Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu, sem sér um rekstur Bakkastakks, segir að vonast sé til að gengið verði frá endurfjármögnun PCC á næstu vikum.