Ríkisstjórnin samþykkti í dag að Bjargráðasjóði verði veittar 120 milljónir króna af óskiptum fjárheimildum þessa árs til að bæta tjón sem varð í óveðrinu á Norðurlandi í byrjun september. Þá er sjóðnum heimilað að nýta 20 til 30 milljónir af ónýttum fjárheimildum sem sjóðurinn fékk vegna eldgosa til að greiða greiða bætur. Áætlað er að tjónið hafi numið tæpum 142 milljónum krónna.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneyti að áætlað að 224 jarðir á Norðurlandi hafi orðið fyrir tjóni. Á bæjum þar vantar 9.423 fjár, þar af 6.318 lömb og 3.105 ær. Þá hafa 50 nautgripir drepist og 132 kílómetrar af girðingum skemmst, séu illa farnar eða ónýtar. Áætlaður heildarkostnaður Bjargráðasjóðs vegna þessa tjóns eru tæpar 142 milljónir króna og nær það til bóta á búfénaði, fóðurkaupa, tjóns á girðingum og annarra þátta.