Stefnt er að því að leggja fram fjárlagafrumvarp vegna næsta árs 6. desember næstkomandi þegar Alþingi kemur saman að nýju. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í viðtali við Mbl.is.

Ef ekki verður búið að mynda nýja ríkisstjórn fyrir þann tíma verður frumvarpið lagt fram af starfstjórn og á að vera byggt á fjármálaáætluninni og ákvörðunum sem hafa verið teknar með lögum, að sögn Bjarna.

Málsmeðferðin verður með samtali milli flokkanna en ekki verða tekið pólitískar ákvarðanir umfram það sem ákveðið hefur verið áður, bætir Bjarni einnig við.