Tap Mjólkursamsölunnar jókst um 14,1% á milli ára, eða úr tæplega 238,9 milljóna króna tapi árið 2017 í 272,6 milljóna króna tap í fyrra. Í byrjun síðasta árs hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur frávísunarkröfu félagsins vegna 440 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna brota á samkeppnislögum, en án sektarinnar væri hagnaður félagsins á síðasta ári 167,4 milljónir króna.

Viðsnúningur varð á sama tíma í rekstrarhagnaði félagsins, úr 4,9 milljóna króna tapi árið 2017 í 483 milljóna króna hagnað í fyrra. Til viðbótar fór hlutdeild félagsins í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga úr rúmlega 2,1 milljónar krónu tapi í 31,8 milljóna króna hagnað á árinu 2018.

Þann 25. janúar síðastliðinn juku eigendur MS við hlutafé félagsins um milljarð króna, sem kemur til viðbótar við 2,3 milljarða viðbót í hlutafé félagsins árið 2007. Þá hélst eignarhlutur Auðhumlu áfram í 90,1%, en nú eykst eignarhlutur KS í 15%, sem Ari Edwald, forstjóri MS, bendir á að sé sama eignarhlutfall og félagið átti við stofnun Mjólkursamsölunnar ehf. árið 2007.

Nánar er fjallað um afkomu MS í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .