Í sumar var boðið upp á beint flug milli Egilsstaða og London-Gatwick flugvallar. Eftirspurnin eftir fluginu var minni en gert ráð var fyrir og í kjölfarið hefur verið tekin ákvörðun um að leggja beina flugið niður. Þetta kemur fram í frétt Túrista .

Flugið var skipulagt af forsvarmönnum Discover the World. Haft er eftir Clive Stacey, forstjóra Discover the World, að eftirspurnin eftir ferðunum hafi verið langtum minni en búist var við. Sætanýtingin stóð ekki undir kostnað við flugið að sögn forstjórans. Einnig bætir Stacey við að gengi krónunnar í samanburði við lækkandi pund hafi gert framkvæmdina enn erfiðari.

Þó komu 10 þúsund Bretar til Íslands á vegum Discover the World og enn er mikil sala á Íslandsferðum almennt og búist er því að það verði áfram.