Fyr­ir­tækið Nordic Networks stefn­ir að lagn­ingu sæ­strengs milli Íslands, Nor­egs og Írlands á næsta ári í sam­starfi við írska fyr­ir­tækið Aquacomms. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða fjár­fest­ingu sem nem­ur 75 til 90 millj­ón­um doll­ara sem jafn­gild­ir 9 til 11 millj­örðum króna, en verkefnið hér á landi hefur verið leitt af Gísla Hjálm­týs­syni, fram­kvæmda­stjóra Thule In­vest­ment.