Norsir sérfræðingar sem unnið hafa skýrslu um stöðu Landsbankans m.a. út frá gögnum sem haldlögð voru í húsleit hjá PwC leggja til að embætti sérstaks saksóknara afli frekari gagna hjá Icelandic Group, Eimskip, Primus og FL Group. Er það lagt til vegna þess að útlán til þessara fyrirtækja voru að mati norsku sérfræðingana stórlega ofmetin á eignahlið bankans í ársreikningi fyrir árið 2007. Telja hinir norsku sérfræðingar að Landsbankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði um eigið fé miðað við hvernig staða bankans var á þessum tíma.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .