Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gjaldataka verði frjáls fyrir virðkisaukandi þjónustu í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í grein Fréttablaðsins.

Telja samtökin að áskoranir séu fram undan hjá ferðaþjónustunni á Íslandi og það sé mikilvægt að vernda þá dýrmætu náttúru sem við eigum. Því vilja Samtökin leggja til að fundin sé leið til þess að stýra ágangi á þær. Telja SA enn fremur að ef ekkert verði gert í þessu gæti mögulega orðið stöðnun eða jafnvel hnignun í fjölgun ferðamanna.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu hagfræðisviðs Samtaka atvinnulífsins, Komið þið fagnandi: Uppgangur og áskoranir, sem verður kynnt í dag á umræðufundi SA í dag.

Haft er eftir Óttari Snædal í greininni að samtökin telji þessa leiðin að þeir sem njóti ferðamannastaðanna greiði fyrir þá og þá uppbyggingu sem á sér þar stað. Hann telur einnig að með þessu sé hægt að stýra aðgangi á staðina. Enn fremur telur það mikilvægt að gera eitthvað í málunum áður en stefnir í óefni.

Hjálpar til við að glíma við vaxtarverki

Ferðamenn eru almennt ánægðir með upplifun sína hér á landi, því sé mikilvægt að bregðast við er haft eftir Óttari.

Í rökstuðningi með greiningunni kemur fram að gjaldtaka á ferðamannastöðum sé eina leiðin þar sem er bæði hægt að hafa áhrif á fjölda ferðamanna og afla tekna. Þar kemur einnig fram að gistináttagjald og komugjald myndu vissulega afla tekna, en það myndi ekki hafa áhrif á fjölda. Frjáls gjaldtaka gæti því hjálpað til með vaxtarverki hins íslenskrar ferðaþjónustu, að mati SA.