Hluthafafundur í Eimskipafélagi Íslands mun fara fram þann 24. júlí í höfuðstöðvum félagsins að Kornagörðum 2. Til stendur að leggja tvær tillögur fyrir fundinn.

Fyrsta tillagan snýr að því að lækka hlutafé félagsins um 13 milljónir króna úr 200 milljónum í 187 milljónir króna að nafnverði.

Önnur tillagan er að hluthafafundur veiti stjórn félagsins heimild til að eignast allt að 18 milljónum hluta í félaginu hver á nafnverði ein króna.

Í viðskiptum dagsins hefur hlutabréfaverð í Eimskip hækkað um 5,34% í 61 milljóna viðskiptum í kjölfar þess að tilkynningin um tillögur hluthafafundar var gerð opinber.