Hertari sóttvarnaraðgerðir munu taka gildi á hádegi á morgun þann 31. júlí en Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti þessar aðgerðir á blaðamannafundi klukkan 11.

Takmörkun á þeim fjölda sem kemur saman mun miðast við 100 einstaklinga, börn fædd 2005 eða síðar undanskilin. Tveggja metra reglan verði viðhöfð og þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra bil milli ótengdra aðila verði notkun anlitsgríma skylda.

Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki hafi þá skyldu að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er.

Sundlaugar og veitingastaðir þurfi að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis. Einnig er lagt til að starfsemi á borð við líkamsræktarstöðvar og spilasalir geri annað tveggja: geri hlé á sinni starfsemi eða tryggi tveggja metra reglunni.

Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23.