Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í þessari viku leggja fram tillögu að refsiaðgerðum gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar. Tillagan verður í framhaldinu lögð fyrir ráðherraráð sambandsins og loks Evrópuþingið samkvæmt frétt mbl.is.

Ekki náðist samkomulag á milli ESB, Noregs, Íslands og Færeyja um skiptingu makrílstofnsins á fundi sem fram fór í Clonakilty á Írlandi síðastliðinn föstudag.

Næsti fundur deiluaðila verður í janúar næskomandi, en takist ekki að ná samkomulagi þá verði Íslendingar fyrstir til þess að finna fyrir refsiaðgerðum ESB.