Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa mælt með því að samruni kauphallanna Deutsche Börse og NYSE Euronext verði bannaður. Í frétt Financial Times er haft eftir Joaquín Almunia, framkvæmdastjóra samkeppnismála í framkvæmdastjórn ESB, að hann ætli að banna samrunann, sem muni búa til stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi, nema fyrirtækin samþykki að selja frá sér eitt af dótturfyrirtækjunum, sem sér um viðskipti með afleiður. Þetta hafa DB og NYSE ekki tekið í mál.

Eru það einkum afleiðukauphallirnar sem standa í hálsinum á samkeppnisyfirvöldum, en ekki hlutabréfahallirnar. Ef dótturfyrirtækin Eurex og Liffa sameinuðust yrði til kauphöll sem sæi um 95% af öllum viðskiptum með afleiður tengdar evrópskum ríkisskuldabréfum.