Stærstu samtök auglýsenda (ANA ? Association of advertisers) í Bandaríkjunum hafa sent bréf til yfirvalda þar í landi þar sem gerðar eru athugasemdir við samstarf Google og Yahoo á sviði netauglýsinga. ANA telur að verði af samstarfinu muni þessi tvö fyrirtæki ráða yfir 90% af þeim markaðnum, en um ræðir auglýsingar tengdar við netleitarvélar. Guardian segir frá þessu,

Stærstu samtök auglýsenda (ANA – Association of advertisers) í Bandaríkjunum hafa sent bréf til yfirvalda þar í landi þar sem gerðar eru athugasemdir við samstarf Google og Yahoo á sviði netauglýsinga. ANA telur að verði af samstarfinu muni þessi tvö fyrirtæki ráða yfir 90% af þeim markaðnum, en um ræðir auglýsingar tengdar við netleitarvélum. Guardian segir frá þessu.

Forseti ANA segir að samstarfið muni útrýma allri samkeppni, safna öllum völdum á markaðnum á eina hönd og að öllum líkindum hækka verð.

Innan ANA eru stórfyrirtæki á borð við General Motors og Procter & Gamble. Samtökin kalla eftir óháðri rannsókn á afleiðingum samvinnu Google og Yahoo. Bréf ANA var sent til aðstoðarríkissaksókna Bandaríkjanna.

Samstarf Google og Yahoo mun fela í sér að fyrirtækin selja hvoru öðru auglýsingar sem birtast við niðurstöður leitavéla þeirra, auk þess sem hagnaði af auglýsingasölu er deilt með skipulögðum hætti. Fyrirtækin gerðu með sér þetta samkomulag í júní, en sterkur hvati fyrir Yahoo til að klára þessa samninga var að hrinda yfirtökutilboði Microsoft.

Yahoo hefur sagt að félagið geti aukið árlegar tekjur sínar um allt að 800 milljónir dollara vegna samstarfsins.

Bréf ANA þykir þó áfall fyrir Google og Yahoo, þar sem stórir aulgýsendur hafa veigrað sér við að gagnrýna Google sökum gríðarsterkrar stöðu þeirra á netauglýsingamarkaðnum. Þó er vitað að samstarfið mun ekki þurfa á rannsókn að halda til að standast auðhringjalöggjöfina þar vestra, en þó munu áætlanir tefjast um 100 daga svo dómsmálaráðuneytið geti endurskoðað samstarfssamninginn.