Stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa hefur lagst samhljóða gegn breytingatillögum stærsta hlutahafa félagsins, Novators, sem er eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Novator kallaði eftir hluthafafundi síðastliðinn fimmtudag. Félagið hefur lagt til að ákvarðanataka í stærri málum, er snerta stefnumörkun og fjárfestingar Elisa, færist frá hluthafafundi til stjórnar. Einnig hefur Novator kallað eftir uppstokkun í stjórn félagsins og og breytingum á lögum Elisa. Frá þessu var greint í finnska dagblaðinu Helsingen Sanomat.

Ef tillögur Novators fá brautargengi á hluthafafundinum, sem verður haldinn 18. desember, mun stjórn fyrirtækisins vera gert kleift að taka ákvarðanir um sölu á ýmsum undirfélögum og ákveðnum hlutum starfseminnar, án samráðs við hluthafa. Aðeins þarf einfaldan meirihluta atkvæða á hluthafafundi til að knýja fram breytingar á stjórn félagsins, en til að breyta lögum Elisa þarf tvo þriðju atkvæða allra hluthafa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.