Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, leggur til þær breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) að námslán falli niður við 67 ára aldur. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag.

Í greinargerð segir að árlegar greiðslur af námslánum eru ákveðið hlutfall af tekjum fólks. Þeir sem hafi tiltölulega lágar tekjur geti lent í því að greiða af námslánum þrátt fyrir að þátttöku á vinnumarkaði sé lokið. Ef ævitekjur eru tiltölulega lágar er lífeyrir fólks jafnframt lágur og því eru greiðslur af námlánum verulega íþyngjandi fyrir þennan hóp en þær nem nærri heilum mánaðarlegum ráðstöfunartekjum á ári.