Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lagði til á fundi bæjarstjórnar að laun í bæjarstjórn Kópavogs verði lækkuð um 15%. Þar með talin eru hans eigin laun en launaþróun kjörinna fulltrúa hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði.

Tillögunni var vísað til forsætisnefndar til frekari úrvinnslu með öllum greiddum atkvæðum.