Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun á fyrsta þingfundi ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir hádegi í dag mæla fyrir einföldun á skattkerfinu. Þeirra fyrst er láta fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ekki taka gildi 1. september næstkomandi og láta hann verða 7% áfram en ekki 14% eins og til stóð.

Í frumvarpinu, sem var lagt fyrir á Alþingi fyrir helgi, segir m.a. að ætla megi að lægri virðisaukaskattur á gistiþjónustu hafi áhrif á eftirspurn og muni þannig gagnast ferðaþjónustunni við sitt markaðsstarf. Við mat á því hvernig skattleggja eigi greinina verði einnig að horfa til þess að meiri hluti gistinátta er enn sem komið er að sumarlagi sem óhjákvæmilega hafi ákveðið óhagræði í för með sér fyrir rekstraraðila. Verði frumvarpið að lögum lækki tekjur ríkissjóðs að óbreyttu um rúman hálfan milljarð króna frá áætlun fjárlaga fyrir árið 2013. Þá sé einnig áætlað að á næst ári og eftirleiðis muni tekjur ríkissjóðs verða um 1,5 milljörðum króna lægri á hverju ári hefði gistináttagjaldið tekið gildi.