*

mánudagur, 24. júní 2019
Erlent 22. febrúar 2013 15:39

Lego hagnaðist um 126 milljarða í fyrra

Ný leikfangalína fyrir stelpur hefur slegið í gegn þrátt fyrir gagnrýnisraddir.

Ritstjórn

Leikfangaframleiðandinn Lego átti gott ár í dag, en hagnaður félagsins nam 5,6 milljörðum danskra króna í fyrra, andvirði um 126 milljarða íslenskra króna, og jókst um 38,% milli ára. Velta Lego jóst um 25% milli ára og er söluaukningin m.a. þökkuð nýrri leikfangalínu fyrir stelpur.

Leikfangalínan, sem ber heitið Lego Friends, seldist mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir og um tíma gátu verksmiðjur fyrirtækisins ekki annað eftirspurn.

Leikfangalínan hefur sætt töluverðri gagnrýni í Bandaríkjunum og víðar fyrir að ýta undir staðalímyndir kynjanna, en í henni eru m.a. lego-konur í bleikum fötum, hús með sundlaug, kaffihús og snyrtistofa.

Í tilkynningu frá Lego segir að markaðshlutdeild fyrirtækisins á bandarískum leikfangamarkaði hafi fjórfaldast á síðustu fimm árum og sé nú um 7,9%. Þar segir einnig að tekjuaukning hafi orðið í öllum helstu markaðssvæðum Lego, en minnst hafi hún þó verið í Suður-Evrópu.

Stikkorð: Lego Lego Friends
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is