*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Erlent 12. júní 2014 20:20

Legó með óhefðbundin nafnspjöld

Fyrirtækið hefur framleitt Legó kalla fyrir starfsmenn til að rétta fram í stað nafnspjalda.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Margir af efstu stjórnendum Lego hafa fengið Legó kalla sem hannaðir voru til að líkjast þeim með nafni þeirra og símanúmeri sem þeir rétta fram í stað nafnspjalda. 

Lego kallarnir eru sérstaklega ætlaðir því að sýna leiðtogahyggju og fyrir þá starfsmenn sem þurfa mikið að leita út fyrir veggji fyrirtækisins í vinnunni sinni. 

Hugmyndin af þessum nafnspjaldaköllum kviknaði þegar hönnuður færði Jorgen Vig Knudstorp, framkvæmdastjóra LEGO, Legó-útgáfu af honum að gjöf. Þrátt fyrir að það gæti verið erfitt að koma „nafnspjaldinu“ ofan í veski verður að taka ofan af fyrir Lego fyrir frumlegheit.

Nánar er fjallað um málið á vef breska dagblaðsins Daily Mail.

Stikkorð: Lego