*

mánudagur, 21. september 2020
Erlent 10. ágúst 2017 08:07

Lego ræður forstjóra Danfoss

Niels B. Christiansen, fyrrum forstjóri Danfoss, tekur við sem forstjóri Lego af Bali Padda sem starfaði í 8 mánuði.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Lego hefur ráðið Niels B. Christiansen í stað Bali Padda sem forstjóra fyrirtækisins að því er fram kemur í frétt Reuters. Þangað til í síðasta mánuði þá var hann forstjóri Danfoss, allt frá árinu 2008.

Bali Padda mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir fyrirtækið en hann er fyrsti erlendi forstjóri þess. Þegar hann tók við starfinu fyrir 8 mánuðum síðan sagðist hann ekki búast við að vera lengi í starfinu sakir aldurs en fyrirtækið hóf strax að leita að eftirmanni hans.