*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 22. október 2015 18:34

Lego-skortur yfirvofandi

Eftirspurn eftir Legokubbum er meiri en sem nemur framleiðslugetu og er skortur yfirvofandi fyrir jólin.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur gefið út tilkynningu sem ætti að valda mörgu foreldrinu hugarangri. Eftirspurn eftir leikfangakubbunum er svo mikil að framleiðsluarmur fyrirtækisins getur ekki annað henni. Þetta gæti valdið Lego-skorti í Evrópu um jólin.

Sala á Legokubbum jókst um 18% á fyrri helmingi ársins frá sama tímabili í fyrra, meðal annars vegna vinsælda Lego kvikmyndarinnar, sem og kubbakassa sem tengdir eru vinsælum kvikmyndum eins og Avengers og Star Wars.

Stikkorð: Lego Leikföng