*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 30. júní 2014 12:07

Legoland væntanlegt í Japan

Sjötti Legoland skemmtigarðurinn er væntanlegur, mögulega verða Lego kirsuberjatré í nýjum garði í Japan.

Ritstjórn
Legoland.

Fyrsti Legoland skemmtigarðurinn er væntanlegur í Japan árið 2017 í Nagoya. En þetta verður sjötti Legoland garðurinn sem opnaður verður.

Áætlaður kostnaður við gerð garðsins eru 185 milljónir breskra punda, eða um 35 milljarðar íslenskra króna. Mögulega verða Lego hraðlestir og Lego kirsuberjatré í nýja japanska garðinum, en enn hefur ekki verið ákveðið hvernig skemmtigarðurinn verður markaðsettur fyrir japanska viðskiptavini.

Legoland opnaði fyrst árið 1968 í Billund, danska bænum þar sem Lego var fundið upp á 4. áratug síðustu aldar. Annar skemmtigarður var opnaður í Windsor árið 1994 og nú eru Lego skemmtigarðarnir í útrás í fimm löndum.

Stikkorð: Japan Legoland