Niall Ferguson, prófessor við Harvard háskóla, segir að ef það verði augnablik í Evrópu á borð við það þegar Lehman bræður féllu þá eigi það eftir að verða í næstu viku. í viðtali á sjónvarpsstöð Bloomberg sagði Ferguson enn fremur að krísan í Evrópu líktist Kúbudeilunni. Í þetta skiptið væru það bankaáhlaup sem væru eldflaugarnar.

Ferguson bætti við að seðlabankar gætu ekki leyst vandamálin Evrópu upp á sitt einsdæmi. Vandamálið snýst að mati Ferguson ekki lengur um lausafjárvanda banka heldur heldur hvort þær værur greiðslufærir eða ekki.