Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers er sagður hyggja á lögsókn á hendur Maribeni Corp, sem er fimmta stærsta verðbréfa- og hrávöruviðskiptafyrirtæki Japans. Bloomberg hermir að Lehman muni krefjast allt að 250 milljóna dollara frá japanska félaginu.

Talsmaður Lehman Brothers segir bankann sannfærðan um að kröfur sínar muni hljóta náð fyrir eyrum dómstóla, og jafnframt að krafan verði sótt þar til Marubeni reiði greiðsluna af hendi.

Starfsemi Marubeni nær allt frá viðskiptum með hátæknilyf til kola og góðmálma. Málið sem nú er til umræðu snertir japanskt lífttæknifyrirtæki sem nú er orðið gjaldþrota, en Lehman lánaði 250 milljónir dollara til verkefnis þessa fyrirtækis, hvers Marubeni hafði umsjón með fjármögnun.

Marubeni svarið af sér sakir, en viðurkennir þó að fölsuð skjöl og fyrrverandi starfsmenn gætu hugsanlega komið við sögðu í málinu.