Lehman Brothers bankinn í Bandaríkjunum mun á næstunni segja upp 5% starfsmanna sinna eða 1.430 manns vegna erfiðra markaðsaðstæðna.

Niðurskurður bankans nær yfir allar deildir og þjónustustöðvar hans og hófust uppsagnirnar í dag að því er Reuters fréttastofan greinir frá.

Samkvæmt ársreikning bankans störfuðu um 28.600 manns hjá bankanum í nóvember síðastliðnum en á síðasta ári sagði bankinn upp um 4.000 manns og þá helst starfsfólki á fasteignasviði bankans.

Hlutabréf í Lehman Brothers hafa lækkað um 3,8% í dag.