Lehman Brothers á í viðræðum um 40 milljarða Bandaríkjadala sölu á fasteignum og skuldabréfum bankans, til að bæta stöðu sína eftir miklar afskriftir. Þetta er fullyrt í frétt Financial Times.

Lehman vill selja eignirnar hvort sem er allar í einu eða í hlutum.

Í pakkanum eru veðlán og veðlánatryggð skuldabréf sem metin voru á 29,4 milljarða dala í lok maí. Einnig eru fasteignir sem metnar voru á 10,4 milljarða dala í lok maí.

Lehman hefur ekki staðfest fréttirnar ennþá.