Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers hefur lækkað verðmat sitt á deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfaðgreiningar, úr 4 dollurum á hlut í 3 dollara á hlut. Ástæðan er sögð vera óvissa um framvindu hjartalyfsins DG031.

Gengi bréfa deCODE lækkaði um 3,06% á Nasdaq markaðinum í gær og endaði í 4,12.

Líftæknifyrirtækið deCODE genetics seldi bandarískum stofnanafjárfestum skuldabréf með breytirétt í nóvember síðastliðnum að andvirði 65 milljónir Bandaríkjadala. Félagið huggðist nýta fjármagnið til lyfjaþróunar, þróunar greiningartækja og annarra þróunarverkefna. Bréfin eru seld með afföllum og munu skila félaginu sem svarar 43 milljónum Bandaríkjadala. Bréfin eru seld á vöxtum sem jafngilda 350 punktum yfir millibankavöxtum eða 3,5%.

Hægt verður að breyta bréfunum í hlutafé á 14 Bandaríkjadali á hlut og eru það sambærileg kjör og félagið bauð í skuldabréfaútgáfu sinni í apríl 2004.