Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfestingafélag í eigu þeirra feðga Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar. Félagið leggur megináherslu á fjárfestingar í skráðum hlutabréfum í Evrópu einkum á Norðurlöndunum. Í viðtali Viðskiptablaðsins, sem kom út í dag, við þá feðga kemur fram að markmið þeirra er að félagið fjárfesti í fáum félögum hverju sinni og til lengri tíma án þess að tímarammi fjárfestinga sé skilgreindur.

Óhætt er að segja að fjárhagsleg markmið félagsins séu metnaðarfull - félagið á að skila ákjósanlegri arðsemi eigin fjár ár hvert á sama tíma og það viðheldur traustum efnahag. Þannig er markmiðið að arðsemi eiginfjár nemi 20 til 25% á ári. Um leið er ætlunin að eiginfjárhlutfall félagsins, sem mið tekur af markaðsvirði eigna, sé 40 til 50%. Árleg arðsemi síðustu ár er vel umfram markmið félagsins.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.