Ómar Svavarsson tók við starfi forstjóra Vodafone í nóvember árið 2009. Alls hefur hann starfað hjá símfyrirtækinu frá árinu 2005 en þá var hann ráðinn í starf framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs félagsins. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Sjóvá.

Meðal áhugamála Ómars eru útivist og fjallgöngur. Göngurnar hafa þó þurft að víkja fyrir vinnu undanfarin misseri en síðustu mánuði hefur mikil orka farið í skráningarferli Vodafone sem fer á markað síðar í þessum mánuði. Síðastliðið sumar leiddi Ómar hóp starfsmanna Vodafone upp Kazbekfjall í Georgíu. Þar komst Ómar og samstarfsfólk í hóp fyrstu Íslendinga til að klífa fjallið sem er það þriðja hæsta í Georgíu. Toppur fjallsins gnæfir 5.033 metrum yfir sjávarmáli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.