*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 12. nóvember 2011 09:51

Á leiðinni heim aftur

Erna Gísladóttir fyrrverandi forstjóri B&L hefur líklega eignast fyrirtækið að nýju.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýlega var greint frá því að eigendur BLIH, móðurfélags Ingvars Helgasonar og B&L, hefðu ákveðið að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L, í allt hlutafé í fyrirtækinu en síðan kom að vísu fram í tilkynningu frá Miðengi, sem er dótturfélag Íslandsbanka, að söluferlinu væri enn ekki að fullu lokið og að viðræður um kaupin við einn af þeim tíu fjárfestum sem skiluðu óskuldbindandi tilboði í BLIH stæðu enn yfir.

Í eigu fjölskyldunnar í meira en 50 ár

Miðað við það bendir þó flest til þess að Erna taki aftur við stjórnartaumunum í B&L og komist aftur heim ef svo má segja því félagið var í eigu fjölskyldu hennar í meira hálfa öld. Afi Ernu, Guðmundur Gíslason var einn af stofnendum þess árið 1954, en hann og fjölskylda hans eignaðist fljótlega allt fyrirtækið og það var óslitið í eigu hennar fram til ársins 2007 þegar það var selt. Sonur Guðmundar og faðir Ernu, Gísli Guðmundsson, stýrði fyrirtækinu síðan í áratugi og sjálf starfaði Erna hjá og stýrði fyrirtækinu í um 17 ár eða allt fram til ársins 2008 þegar hún hætti sem forstjóri þess. Þá stofnaði hún Egg ehf., sem er fjárfestingafélag í hennar eigu, en það kom m.a. að kaupunum á Sjóvá fyrr á þessu ári.

Meira um Ernu Gísladóttur má lesa í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: B&L Erna Gísladóttir